Innlent

Geta lært margt af Mjallhvíti - þingmaður fékk hláturskast í ræðustól

Ragnheiður Elín í ræðupúlti.
Ragnheiður Elín í ræðupúlti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hláturskast í ræðustól þegar hún þakkaði starfsfólki Alþingis og forseta Alþingis fyrir vel unnin störf. Ragnheiður sagði fyrr í ræðu sinni að margt mætti bæta varðandi vinnubrögð á Alþingi.

„Vinnubrögðin hér á Alþingi hafa verið mikið til umræðu, og víst er, að hér má enn margt bæta. Við þurfum öll að leggja okkur fram við það, og kannski má hafa boðskapinn úr sögunni um Mjallhvíti og dvergana sjö í huga þegar þar að kemur," sagði Ragnheiður Elín og mátti þá heyra hlátrasköll úr Alþingi.

Ragnheiður reyndi svo að þakka forseta Alþingis fyrir störf sín en náði ekki að klára setningarnar vegna hláturs. Hún baðst svo afsökunar á því. Henni tókst þó að lokum að þakka öllum fyrir og hvatti þingheim til þess að rísa úr sætum sínum sem og þeir gerðu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, steig svo upp í púlt og frestaði þingi til 16. janúar.

En sjón er sögu ríkari, hér má sjá ræðu Ragnheiðar. Hláturskastið byrjar upp úr fjórðu mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×