Fótbolti

Monaco áfram eftir vítaspyrnukeppni - Eiður skoraði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári á fullu í leiknum í kvöld.
Eiður Smári á fullu í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP

AS Monaco komst áfram í næstu umferð frönsku bikarkeppninnar eftir sigur á B-deildarliðinu FC Tours í vítaspyrnukeppni.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingunni en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 65. mínútu leiksins.

Vítspyrnukeppninni lauk með 4-3 sigri Monaco og skoraði Eiður Smári síðasta mark Monaco í henni.

Aðeins 1500 áhorfendur mættu á leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×