Enski boltinn

Wenger: Tóm þvæla að Fabregas sé á leið til Spánar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas, fyrirlði Arsenal.
Cesc Fabregas, fyrirlði Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger er orðinn þreyttur á að tala um þær sögusagnir um að Cesc Fabregas sé á leið til Spánar en nú síðast var hann sagður á leið til Real Madrid. Hann hefur ítrekaður verið orðaður við Barcelona í gegnum tíðina.

„Ég sé að þið viljið láta reyna á skopskynið mitt á nýju ári," sagði hann á blaðamannafundi. „Ég skal svara því með bros á vor."

„Ég get ekkert gert í sögusögnunum og það eina sem hægt er að gera er að tala, tala og tala."

„Við höfum lagt mikið á okkur og allir okkar leikmenn eru samningsbundnir okkur í langan tíma, allt til ársins 2015. Við erum með langtímaplön í gangi um að búa til lið sem vinnur titla og Cesc Fabregas er hluti af þeim áætlunum."

Wenger sagðist einnig hafa trú á því að félagið væri það vel statt fjárhagslega að það hefði efni á að hafna stóru tilboði í Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×