Enski boltinn

Donovan í byrjunarliði Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landon Donovan.
Landon Donovan. Nordic Photos / Getty Images

Aðeins einn leikur hefst núna klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni en það er leikur Arsenal og Everton. Öllum öðrum leikjum helgarinnar nema einum hefur verið frestað.

Athygli vekur að lánsamaðurinn Landon Donovan fer beint í byrjunarlið Everton enda Brasilíumaðurinn Jo ekki í liðinu. Hann var settur í straff fyrir að fara í jólafrí heim til Brasilíu í leyfisleysi.

Í ensku B-deildinni eru þrír leikir á dagskrá, þar á meðal einn Íslendingaslagur. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry sem tekur á móti Barnsley, liði Emils Hallfreðssonar. Emil er einnig í byrjunarliðinu.

Þá er Eggert Gunnþór Jónsson í byrjunarliði Hearts sem mætir Aberdeen í skosku bikarkeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×