Enski boltinn

Aron hafði betur gegn Emil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry. Nordic Photos / Getty Images

Coventry vann í dag 3-1 sigur á Barnsley í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry sem fór upp í fjórtánda sæti deildarinnar með sigrinum.

Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Barnsley sem er í sextánda sæti með 30 stig, einu stigi minna en Coventry.

Aðeins þrír leikir fóru fram í deildinni í dag. Cardiff og Blackpool gerðu 1-1 jafntefli og þá vann Scunthorpe 4-1 útisigur á Derby.

Þá tapaði Hearts fyrir Aberdeen í skosku bikarkeppninni í dag, 2-0. Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Hearts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×