Enski boltinn

Tevez og McLeish bestir í desember

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tevez fagnar marki í síðasta mánuði.
Tevez fagnar marki í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP

Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, og Alex McLeish, stjóri Birmingham, voru valdir bestir í desembermánuði í ensku úrvalsdeildinni.

Tevez átti frábæru gengi að fagna í mánuðinum og skoraði alls átta mörk í sjö leikjum með City í mánuðinum.

„Ég er mjög ánægður með verðlaunin en vil deila þeim með liðsfélögum mínum fyrir alla hjálpina," sagði Tevez á heimasíðu City.

„Þetta er ekki bara undir mér komið en án þeirra hefði ég ekki fengið tækifæri til að skora öll þessi mörk. Það er mikilvægt að halda áfram á þessari braut því það eru mikilvægir leikir framundan."

McLeish hefur náð frábærum árangri með Birmingham á leiktíðinni en liðið tapaði ekki leik í desember, þegar liðið vann fjóra af alls sex leikjum. Liðið hefur nú ekki tapað tólf deildarleikjum í röð en liðið gerði 1-1 jafntefli við Manchester United í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×