Fótbolti

Írar biðja FIFA um að fá að vera aukalið á HM 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Höndin hans Henry gæti enn haft áhrif á hvaða lið verða á HM.
Höndin hans Henry gæti enn haft áhrif á hvaða lið verða á HM. Mynd/AFP

Írska knattspyrnusambandið hefur lagt inn beiðni til FIFA um að fá að vera aukalið á HM í Suður-Afríku sem fer fram næsta sumar.

Ástæðan er kolólöglega markið sem Frakkar skoruðu í umspilsleik liðanna og tryggðu sér með því sæti á HM. Höndin hans Henry er og verður því áfram í umræðunni næstu daga eins og næstum alla daga frá 18. nóvember síðastliðnum.

Það var sjálfur forseti FIFA, Sepp Blatter, sem skýrði frá þessari beiðni Íra en FIFA hefur þegar hafnað beiðni Íra um að leikurinn verði spilaður á nýjan leik.

„Getum við fengið að vera 33 liðið á HM?," var spurningin frá Írum. Blatter og félagar munu taka málið fyrir á fundi sínum á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×