Enski boltinn

Daniel Agger verður hjá Liverpool til ársins 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger er hugsaður sem framtíðarmiðvörður Liverpool.
Daniel Agger er hugsaður sem framtíðarmiðvörður Liverpool. Mynd/AFP

Danski miðvörðurinn Daniel Agger er búinn að skrifa undir nýjan samning hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool og mun spila á Anfield næstu fimm árin í hið minnsta.

Agger er 24 ára gamall og er framtíðarmiðvörður Liverpool-liðsins. „Daniel er enn ungur en hann býr yfir miklum hæfileikumog verður mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur á næstu árum," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool á heimasíðu félagsins.

„Ég er viss um að mörg lið voru að fylgjast með hvernig samningaviðræðurnar gengu en það var allan tímann ljóst að Daniel vildi vera áfram og ná árangri með Liverpool," sagði Rafa Benitez.

Agger kom frá danska liðinu Bröndby árið 2006 en hann er þriðji leikmaðurinn sem hefur framlengt samning sinn við Livepool á stuttum tíma en hinir eru Steven Gerrard og Dirk Kuyt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×