Góðir gestir snúa aftur 26. júní 2007 03:30 Rómaðir flytjendur kammer- og hljómsveitarverka í heimalandi sínu Tékklandi. Tékkneski strengjakvartettinn PiKap heldur sex tónleika hér á landi á næstum dögum ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. PiKap strengjakvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir einstaklega vandaðan og tilfinningaríkan flutning. Kvartettinn er skipaður fiðluleikurunum Martin Kaplan og Lenku Simandlovu, lágfiðluleikaranum Miljo Milev og sellóleikaranum Petr Pitra sem öll eru mjög virk í tónlistarlífi Vestur-Tékklands bæði í kammermúsík og hljómsveitarleik. Auk þess að spila saman sem kvartett hafa þau öll, að Martin Kaplan undanskyldum, verið hljóðfæraleikarar við sinfóníuhljómsveitina í Karlovy Vary. Martin er konsertmeistari við óperuhljómsveitina í Pilzen. Samstarf kvartettsins við Eydísi Franzdóttur óbóleikara hófst árið 2004 er hún skipulagði ferna tónleika þeirra hérlendis þar sem þau hlutu afbragðs viðtökur áheyrenda. Sumarið 2005 buðu þau henni að vera gestur þeirra á þrennum tónleikum í Tékklandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ á miðvikudagskvöldið en þá frumflytur hópurinn meðal annars nýjan kvintett fyrir óbó og strengi eftir Eirík Árna Sigtryggsson. Síðan taka við tónleikar í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudag en þeir eru liður í Listasumri norðanmanna sem nú stendur sem hæst. Hópurinn færir sig síðan austar um helgina og heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju á laugardag og í Gamla Bauk á Húsavík á sunnudag. Höfuðborgarbúar geta síðan hlýtt á tónleika þeirra í Listasafni Sigurjóns að viku liðinni en rúntinum lýkur í tónlistarhúsinu Hömrum á Ísafirði 5. júlí. Auk frumflutnings á verki Eiríks Árna mun PiKap kvartettinn gefa landsmönnum innsýn í tónlist föðurlandsins með flutningi á strengjakvartettum eftir tékknesku tónskáldin Dvorak, Martinu, Janacek, Ryba og Simandl, ásamt því að flytja verk eftir Mozart og Vaughan Williams. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana nema á Akureyri. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tékkneski strengjakvartettinn PiKap heldur sex tónleika hér á landi á næstum dögum ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. PiKap strengjakvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir einstaklega vandaðan og tilfinningaríkan flutning. Kvartettinn er skipaður fiðluleikurunum Martin Kaplan og Lenku Simandlovu, lágfiðluleikaranum Miljo Milev og sellóleikaranum Petr Pitra sem öll eru mjög virk í tónlistarlífi Vestur-Tékklands bæði í kammermúsík og hljómsveitarleik. Auk þess að spila saman sem kvartett hafa þau öll, að Martin Kaplan undanskyldum, verið hljóðfæraleikarar við sinfóníuhljómsveitina í Karlovy Vary. Martin er konsertmeistari við óperuhljómsveitina í Pilzen. Samstarf kvartettsins við Eydísi Franzdóttur óbóleikara hófst árið 2004 er hún skipulagði ferna tónleika þeirra hérlendis þar sem þau hlutu afbragðs viðtökur áheyrenda. Sumarið 2005 buðu þau henni að vera gestur þeirra á þrennum tónleikum í Tékklandi. Fyrstu tónleikarnir verða í Bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ á miðvikudagskvöldið en þá frumflytur hópurinn meðal annars nýjan kvintett fyrir óbó og strengi eftir Eirík Árna Sigtryggsson. Síðan taka við tónleikar í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudag en þeir eru liður í Listasumri norðanmanna sem nú stendur sem hæst. Hópurinn færir sig síðan austar um helgina og heldur tónleika í Reykjahlíðarkirkju á laugardag og í Gamla Bauk á Húsavík á sunnudag. Höfuðborgarbúar geta síðan hlýtt á tónleika þeirra í Listasafni Sigurjóns að viku liðinni en rúntinum lýkur í tónlistarhúsinu Hömrum á Ísafirði 5. júlí. Auk frumflutnings á verki Eiríks Árna mun PiKap kvartettinn gefa landsmönnum innsýn í tónlist föðurlandsins með flutningi á strengjakvartettum eftir tékknesku tónskáldin Dvorak, Martinu, Janacek, Ryba og Simandl, ásamt því að flytja verk eftir Mozart og Vaughan Williams. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana nema á Akureyri.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira