Lífið

Jónas og Þráinn Bertelsson í Tíma nornarinnar

Þráinn Bertelsson og Jónas Jónasson leika báðir í Tíma nornarinnar; Þráinn er sérfræðingur í fornum galdrastöfum en Jónas leikur Hannes, ritstjóra Síðdegisblaðsins.
Þráinn Bertelsson og Jónas Jónasson leika báðir í Tíma nornarinnar; Þráinn er sérfræðingur í fornum galdrastöfum en Jónas leikur Hannes, ritstjóra Síðdegisblaðsins.
„Það veit enginn af þessu, ekki konan mín né dætur. Ég var nú eiginlega að vona að ég yrði klipptur út,“ segir Jónas Jónasson, útvarpsmaður á Rás 1. Hann leikur Hannes, ritstjóra Síðdegisblaðsins sem Einar blaðamaður vinnur á, í sjónvarpsþáttaröðinni Tíma nornarinnar eftir Friðrik Þór Friðriksson.

Þáttaröðin er byggð á samnefndri bók Árna Þórarinssonar, sem virðist hafa haft Jónas sérstaklega í huga þegar ljóst var að hún myndi rata í sjónvarpið, Hannes væri nefnilega reffilegur fjölmiðlarefur með djúpa og yfirvegaða rödd.

Jónas var hins vegar ekkert allt of hrifinn af því að gera mikið úr sínu hlutverki og benti á að Þráinn Bertelsson, þingmaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður, færi til að mynda með hlutverk sérfræðings í fornum galdrastöfum. „Ég veit eiginlega ekki af hverju hann Árni benti á mig, þetta er ekkert hlutverk, bara einhverjar tvær eða þrjár „replikkur“,“ segir Jónas og bætir því að hann hafi sagt já við þessari beiðni „í einhverjum bjánaskap“ eins og hann orðar það sjálfur.

Jónas er hins vegar lærður leikari, lærði fræðin hjá Ævari Kvaran í fimm ár. Og var sjálfur kennari í tvö. Hann lék aðalhlutverkið í Herakles sem sett var upp í Tjarnar­bíói undir stjórn Gísla Alfreðssonar og hefur leikstýrt og sett upp fjölda leiksýninga úti á landi og í útvarpi.

- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.