Lífið

Brakfögnuður á Faktorý

„Brak hljómplötur, brakandi freskar,“ er slagorð þeirra Brakmanna.
„Brak hljómplötur, brakandi freskar,“ er slagorð þeirra Brakmanna.

Hljómplötuútgáfan Brak heldur tónleikakvöld á Faktorý Bar við Smiðjustíg í kvöld þar sem hljómsveitir útgáfunnar koma fram.

„Fist Fokkers, Ljósvaki, Loji, Markús & Diversion Sessions og Quadruplos ætla að reiða fram ljúfa tóna og bjóða upp á það allra besta sem er að gerast í íslensku útgáfulandslagi. Hljómsveitirnar sem koma fram eru úr allskyns áttum en eiga það sameiginlegt að vera frekar töff. Einhverjar plötur verða til sölu á kvöldinu og verða þær í ódýrari kantinum,“ segir í tilkynningu.

Í tilkynningunni kemur reyndar einnig fram að tónleikarnir séu í tilefni afmælis Tre Cool, trommara Green Day, en hann er 37 ára þann 9. desember.

„Í kvöld koma fram: Ljósvaki (ný plata væntanleg á Brak einhverntímann), Markús & The Diversion Sessions (gaf út hina mikilfenglegu Now I Know einhverntímann). Andlegur leiðtogi og stuðningsaðili kvöldsins er Stafrænn Hákon en nýjasta afurð hans verður fáanleg á kvöldinu, en Glussajól kemur út einmitt sama dag,“ segja Brakmenn ennfremur og ítreka að frítt er inn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.