Lífið

Viðkvæm á nýrri plötu

Söngkonan gefur út sína fjórðu plötu í mars á næsta ári.
Söngkonan gefur út sína fjórðu plötu í mars á næsta ári.
Fjórða plata söngkonunnar Avril Lavigne, Goodbye Lullaby, kemur út í mars. „Ég eyddi miklum kröftum í hana og hélt aldrei aftur af mér,“ sagði Lavigne um gerð plötunnar. „Ég leyfði mér að vera viðkvæmari en áður. Ég held að fólk tengist best í gegnum þessar sönnu stundir í lífinu. Platan snýst um það hvernig við göngum í gegnum erfiða lífsreynslu, hvort sem það eru endalok ástarsambands, starfsmissir eða að missa einhvern nákominn sér. Við komumst öll í gegnum þetta og þroskumst,“ sagði hún. Fyrsta smáskífulagið af plötunni nefnist What the Hell og er væntan­legt síðar í mánuðinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.