Leikarinn Denzel Washington setur víst svip á skemmtanalífið í Stokkhólmi þessa dagana. Heiðraði hann vinsælan skemmtistað á Stureplan með nærveru sinni og gestir staðarins sneru sig úr hálslið þegar þeir sáu Hollywood-leikarann sýna mikla fimi á dansgólfi staðarins.
Ástæðan fyrir dvöl Washingtons í Stokkhólmi er sú að hann er að hlaða batteríin áður en hann heldur til Oslóar og verður kynnir á hinum árlegu tónleikum Nóbelsverðlaunanna ásamt leikkonunni Anne Hathaway.
Skemmtir sér í Stokkhólmi
