Björgólfur hefur verið búsettur í London síðastliðin ár og á þeim tíma mun hann hafa vingast við knattspyrnugoðsögnina David Beckham en Lífið hefur heimildir fyrir því að þeir séu einfaldlega góðir vinir.
Í október á síðasta ári sást til þeirra á íshokkíleik í L.A. og sátu þeir hlið við hlið. Á vefsíðu Daily Mail má sjá mynd af þeim félögum saman.
Þeir Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson í Brennslunni á FM957 ræddu þetta í morgunþættinum í dag og hringdu meðal annars til Bretlands. Hér að neðan má heyra þá umræðu.