Hjúkrunarfræðingur vildi óska að lægri laun í dag en í gær væri aprílgabb Andri Eysteinsson skrifar 1. apríl 2020 23:10 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Hanna Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Vegna uppsagnar á vaktaálagsgreiðslum hafa laun hjá sumum hjúkrunarfræðingum Landspítalans lækkað um tugi þúsunda milli mánaða. „Hjúkrunarfræðingar hafa verið kjarasamningslausir undanfarið ár og það er mikil mannekla hjá okkur,“ segir Sóley Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í samtali við Vísi. Sóley vakti athygli á þessu í pistli á Facebook síðu sinni í dag. „Ég vildi óska þess að launaseðillinn minn í dag væri 1. aprílgabb. Launin mín lækkuðu um 41 þúsund krónur í dag þar sem vaktaálagsauki var tekinn af hjúkrunarfræðingum um þessi mánaðamót,“ skrifaði Sóley. Vaktaálagsaukinn sem hjúkrunarfræðingar hafa misst af launaseðli sínum var einskonar umbun fyrir að taka að sér vaktir um kvöld og á nóttunni vegna manneklu. „Ég hef lagt mig fram við að vinna þessa tíma til þess að hjálpa spítalanum því það vantaði fólk,“ segir Sóley. Fjöldi rúma á spítalanum séu lokuð vegna manneklu í röðum hjúkrunarfræðinga. Sóley líkt og fjöldi annarra hjúkrunarfræðinga vinna nú hörðum höndum í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar sem valdið getur COVID-19 sjúkdómnum. Sóley segir vaktina í dag hafa verið strembna. Frá starfi á Landspítalanum í Fossvogi.Ljósmynd/Landspítali/Þorkell „Ég sinnti tveimur sjúklingum með covid19 í öndunarvél ásamt því að leiðbeina frábærum bakverði sem kominn er til að aðstoða á erfiðum tímum. Ég var klædd í hlífðarfatnað í 7,5 klst með tilheyrandi óþægindum til að forðast smit. Á morgun ætla ég að vinna aukalega morgunvakt og næturvakt vegna erfiðra aðstæðna á deildinni,“ skrifar Sóley á Facebook síðu sinni. Álag á spítalanum, sem var mikið fyrir, hefur aukist til muna undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfsfólks var um tíma í sóttkví. Bakvarðasveitir hafa verið kallaðar út og mikið mæðir á öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins. Sóley segist telja að flestir séu ósáttir með stöðuna. „Það hefur lengi verið kvartað yfir launum hjúkrunarfræðinga líkt og launum kennara. Þetta eru tvær kvennastéttir og það hefur loðað við þær stéttir að launin séu þar lægri,“ segir Sóley. Mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum Viðbrögðin við pistli Sóleyjar hafa verið mikil á samfélagsmiðlum og ýmsir sem velta því fyrir sér hvernig skilaboð hjúkrunarfræðingum eru send. „Miðað við hlutverk hjúkrunarfræðinga eru þetta skrýtin skilaboð. Maður er að fórna miklu og maður er útsettur fyrir smiti alla daga. Þetta eru sérstakar aðstæður og við fáum það ekki metið miðað við það,“ segir Sóley og bætir við að allt starfsfólk sjúkrahúsanna séu í sama liði. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ræstingafólk, við erum öll í sama liði. Þetta er allt ein keðja og við verðum að hanga saman.“ Ekki er enn að sjá fyrir endann á því mikla álagi sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að dvelja við vegna faraldursins en Sóley segir allt starfsfólk gefa allt sitt í baráttuna. „Það þurfa allir að taka á sig aukavaktir á þessum tíma til að þetta gangi, og það eru allir að því. Það eru allir viljugir að hjálpast að í þessu ástandi og það er rosalega góð tilfinning,“ segir Sóley. Kaldar tuskur í andlit hjúkrunarfræðinga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, gagnrýnir framgöngu stjórnvalda í málinu og segir hjúkrunarfræðinga fá endurtekið kaldar tuskur í andlitið. „Þetta gerist á vakt VG sem reifir sögðust ætla að styðja sérstaklega við kvennastéttir í þessari ríkisstjórn. Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman - ekki síst núna þegar þessi hámenntaða stétt - sem bókstaflega hættir lífi sinu til að bjarga öðrum - skuli endurtekið fá svona kaldar tuskur í andlitið, skrifar Tómas sem segir hjúkrunarfræðinga tvímælalaust hetjurnar í faraldrinum, að öðrum ólöstuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira