Maðurinn fannst látinn
Eiríkur Örn Stefánsson, sem lögreglan lýsti eftir á fimmtudag og björgunarsveitir leituðu að, fannst látinn í gærkvöld skammt frá meðferðarheimilinu Vogi. Þar hafði síðast sést til hans 5. júlí. Ekki er talið að refsiverð háttsemi tengist láti hans. Eiríkur Örn var 48 ára að aldri.