Bíó og sjónvarp

Nýir sjónvarpsþættir upp úr Hringadróttinssögu - þeir dýrustu í sögunni

Bergþór Másson skrifar
Hringadróttinssaga var skrifuð af J.R.R Tolkien en færð í kvikmyndaform af Peter Jackson.
Hringadróttinssaga var skrifuð af J.R.R Tolkien en færð í kvikmyndaform af Peter Jackson.
Síðastliðinn nóvember tilkynnti stórfyrirtækið Amazon að það hugðist framleiða sjónvarpsþætti upp úr Hringadróttinssögu þríleiknum. Í gær staðfesti fyrirtækið að það myndi framleiða fimm seríur. Þættirnir munu kosta 106 milljarða íslenskra króna í framleiðslu, sem gerir þá að dýrustu þáttum sjónvarpssögunnar.

Hugheimur J.R.R Tolkiens, höfunds Hringadróttinssögu og Hobbitans, hefur farið sigurför um heiminn og selst í hundrað milljónum eintaka. Peter Jackson færði síðan ritverk Tolkiens yfir á hvíta tjaldið og leiddi það til 6 bíómynda og 21 Óskarsverðlauna á 13 ára tímabili.

Seríurnar munu ekki fylgja nákvæmlega sama söguþráði og upprunalegi kvikmyndaþríleikur Jacksons, heldur munu þær kanna baksögur persónna ásamt nýjum upprunalegum sögum innblásnum frá bókum Tolkiens. Talið er að fyrsta serían muni aðallega fjalla um Aragorn, hinn réttborna konung Gondor.

Sjónvarpsrisarnir Netflix og HBO voru einnig í viðræðum við réttindahafa en á endanum hneppti Amazon hnossið. Amazon keypti réttindin að þáttunum fyrir 250 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar 26,5 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt skilyrðum settum af réttindahöfum, þurfa Amazon að hefja framleiðslu að minnsta kosti innan tveggja ára. Það þýðir að þættirnir ættu að vera á leiðinni í Nóvember 2019.

Helstu atriði eins og handritaskrif, leikaraval og leikstjórn hafa ekki verið uppgefin. Samkvæmt aðdáendasíðu tileinkaðri Hringadóttinssögu, The One Ring, hefur Amazon haft samband við Peter Jackson en þó eru engar staðfestar upplýsingar um þáttöku hans í seríunum.

Amazon mun framleiða þættina í samvinnu við fjölskyldu Tolkiens, bókaútgefandann HarperCollins og kvikmyndaverið New Line Cinema. Áætlað er að Amazon muni eyða einum milljarði Bandaríkjadala, sem samsvarar 106 milljörður íslenskra króna, í framleiðslu þáttana. Það gerir þættina þá að þeim allra dýrustu í sjónvarpssögunni.

Fréttin er unnin upp úr umfjöllun tímaritsins NME.


Tengdar fréttir

Netflix stærra en Disney

Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.