Erlent

Helfararminnismerki vígt í Berlín

Nýtt minnismerki um helför nasista gegn gyðingum var vígt í Berlín í gær. Tilkoma þessa risastóra minnismerkis, sem er samsett úr yfir 2.700 misstórum steypublokkum, hefur átt sér langan og deilum hlaðinn aðdraganda en það var nú loks opnað almenningi við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með minnismerkinu er að Þjóðverjar minnist með varanlegum og táknrænum hætti - á besta stað í þýsku höfuðborginni, steinsnar frá þinghúsinu og Brandenborgarhliðinu - þessa mesta glæps í sögu þjóðarinnar, útrýmingarherferðarinnar gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöld sem varð allt að sex milljónum evrópskra gyðinga að aldurtila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×