Erlent

Árásum linnir ekki í Bagdad

Sprengja sprakk við herstöð á bökkum Tígrisár í Bagdad nú í morgun. Að sögn lögreglu eru fjölmargir slsaðir, en uppýsingar eru af skornum skammti enn þá. Ljóst er þó að um sjálfsmorðsárás er að ræða. Önnur sprengja sprakk í höfuðborginni fyrr í morgun og þá féllu að minnsta kosti sjö manns í valinn og meira en fjörutíu særðust. Sprengjan, sem sprakk í fjölfarinni götu í miðborginni, var mjög öflug og í kjölfar hennar kviknaði í nokkrum bílum og rúður í nærliggjandi húsum splundruðust. Þá steig þykkur, svartur reykmökkur hátt til himins. Sprengingin varð mjög nærri stað þar sem tvær sprengjur sprungu á laugardaginn með þeim afleiðingum að 22 létust og fjölmargir særðust, þeirra á meðal Íslendingurinn Jón Ólafsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×