Hanna Rún lamaðist á fæti eftir tvær misheppnaðar mænurótardeyfingar Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2020 10:29 Hanna Rún neitar að gefast upp dansinum og ætlar sér að dansa á nýjan leik. Hanna Rún Bazev Óladóttir atvinnudansari og margfaldur Íslandsmeistari í dansi sem sló í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 eignaðist sitt annað barn í byrjun janúar. Hanna fékk mænurótardeyfingu í fæðingunni sem mistókst þegar stungið var í taug með þeim afleiðingum að Hanna gat ekki hreyft hægri fótinn né gengið og óttaðist hún að geta aldrei dansað á ný. „Það sem gerðist var að ég fékk mænurótardeyfingu því ég var komin með mikla verki og þetta voru orðnir margir klukkutímar og útvíkkun var að ganga hægt. Ég var búin að fá mænurótardeyfingu áður með eldri soninn og hún virkaði bara á helminginn á líkamanum og því var búin að ákveða að ég vildi alls ekki fá aðra núna því ég er eitthvað pínu hrædd við þetta,“ segir Hanna í Íslandi í dag á miðvikudaginn. Var alltaf hrædd við deyfinguna „Ljósmóðurinn var að spyrja mig af hverju ég vildi ekki fá þetta og ég sagðist vera dansari og þetta var mænan og ég var hrædd við að þetta gæti lamað mig. Það var pínu svona bara hlegið að mér. Ég sendi síðan starfsfólkið fram og fékk að ræða við mömmu og manninn minn. Það var síðan ákveðið að ég myndi fá þessa deyfingu en hún mistókst. Ég held að þetta hafi verið versti sársauki sem ég hef á ævi minni upplifað. Ef ég væri spurð hvort ég myndi vilja fæða barn strax aftur eða fá þessa mænurótardeyfingu þá myndi ég alltaf eiga aftur þótt það sé hrikalega vont. Það er allt öðruvísi verkur og þetta var svolítið eins og það væri verið að laga tönn sem væri ódeyfð.“ Hér má sjá Hönnu og eiginmann sinn Nikita ásamt eldri syninum. Hanna segist vanalega þola mikinn sársauka en þarna hafi hún öskrað. „Það var síðan ákveðið að reyna aftur í annað skipti og það misheppnaðist líka. Ég var ennþá með mikla verki en orðin alveg dofinn í fótunum. Þá var ákveðið að sækja annan lækni og reyna í þriðja skipti. Þá fann ég að þetta heppnaðist vel og var svona eðlilegur verkur eins og þegar ég fæddi eldri soninn.“ Hún segist hafa verið enn mjög dofin í fæti eftir fæðinguna að það hafi átt að vera eðlilegt þar sem deyfingin væri enn að fara úr líkamanum. Svo þegar klukkutímarnir líða finnur Hanna að hún nær ekki að hreyfa hægri fót. „Við förum svo heim og ég styð mig bara við ferðatöskuna okkar. Okkur er boðið að fá hjólastól en ég vildi ekki fara í hjólastól út sem er nú bara eitthvað keppnisskap í mér. Ég náði að labba en hann slengdist svona til eins og hann væri lamaður. Daginn eftir kemur ljósmóðirin til mín og þá er staðan alveg eins. Hún segir þá að þetta sé ekki eðlilegt og ég man að mér fannst óþægilegt að heyra það. Hún vildi hringja í lækni og fá sérfræðing og þá byrjaði ákveðið ferli.“ Hugsar jákvætt Því næst fer Hanna upp á spítala. „Þá segir læknirinn að þetta sé ekki eðlilegt að mér fannst ennþá óþægilegra að heyra það. Hann sagði að við myndum byrja á því að gefa þessu tvær vikur. Það er mikið framundan hjá mér, heimsmeistaramót og sýningar sem búið er að bóka okkur í. Eftir tvær vikur er staðan bara óbreytt og ég gat ekki staðið sjálf upp og oft búin að detta heima. Ég var farin að hugsa hvort ég myndi aldrei dansa aftur eða hvort ég gæti aldrei hlaupið aftur. Og mun ég alltaf labba svona asnalega og ég varð bara mjög hrædd.“ Hann fór í svokallað taugarit fyrir tveimur vikum. „Þá kom í ljós að það væri skemmd inni í tauginni. Þegar það kom í ljós þá sagði læknirinn að það væri mjög erfitt að segja með batann. Ég gæti verið nákvæmlega eins eftir tvö ár en það er samt eitthvað að lagast, þetta tekur bara svo rosalega langan tíma. Það er samt sem áður bati núna tíu vikum síðar. Ég er farin að geta labbað eðlilega en ég get ekki ennþá dansað. Ég reyni bara að hugsa jákvætt og það er ekkert hægt að lofa hvort fóturinn verði einhver tímann jafn góður,“ segir Hanna Rún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Sjá meira
Hanna Rún Bazev Óladóttir atvinnudansari og margfaldur Íslandsmeistari í dansi sem sló í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 eignaðist sitt annað barn í byrjun janúar. Hanna fékk mænurótardeyfingu í fæðingunni sem mistókst þegar stungið var í taug með þeim afleiðingum að Hanna gat ekki hreyft hægri fótinn né gengið og óttaðist hún að geta aldrei dansað á ný. „Það sem gerðist var að ég fékk mænurótardeyfingu því ég var komin með mikla verki og þetta voru orðnir margir klukkutímar og útvíkkun var að ganga hægt. Ég var búin að fá mænurótardeyfingu áður með eldri soninn og hún virkaði bara á helminginn á líkamanum og því var búin að ákveða að ég vildi alls ekki fá aðra núna því ég er eitthvað pínu hrædd við þetta,“ segir Hanna í Íslandi í dag á miðvikudaginn. Var alltaf hrædd við deyfinguna „Ljósmóðurinn var að spyrja mig af hverju ég vildi ekki fá þetta og ég sagðist vera dansari og þetta var mænan og ég var hrædd við að þetta gæti lamað mig. Það var pínu svona bara hlegið að mér. Ég sendi síðan starfsfólkið fram og fékk að ræða við mömmu og manninn minn. Það var síðan ákveðið að ég myndi fá þessa deyfingu en hún mistókst. Ég held að þetta hafi verið versti sársauki sem ég hef á ævi minni upplifað. Ef ég væri spurð hvort ég myndi vilja fæða barn strax aftur eða fá þessa mænurótardeyfingu þá myndi ég alltaf eiga aftur þótt það sé hrikalega vont. Það er allt öðruvísi verkur og þetta var svolítið eins og það væri verið að laga tönn sem væri ódeyfð.“ Hér má sjá Hönnu og eiginmann sinn Nikita ásamt eldri syninum. Hanna segist vanalega þola mikinn sársauka en þarna hafi hún öskrað. „Það var síðan ákveðið að reyna aftur í annað skipti og það misheppnaðist líka. Ég var ennþá með mikla verki en orðin alveg dofinn í fótunum. Þá var ákveðið að sækja annan lækni og reyna í þriðja skipti. Þá fann ég að þetta heppnaðist vel og var svona eðlilegur verkur eins og þegar ég fæddi eldri soninn.“ Hún segist hafa verið enn mjög dofin í fæti eftir fæðinguna að það hafi átt að vera eðlilegt þar sem deyfingin væri enn að fara úr líkamanum. Svo þegar klukkutímarnir líða finnur Hanna að hún nær ekki að hreyfa hægri fót. „Við förum svo heim og ég styð mig bara við ferðatöskuna okkar. Okkur er boðið að fá hjólastól en ég vildi ekki fara í hjólastól út sem er nú bara eitthvað keppnisskap í mér. Ég náði að labba en hann slengdist svona til eins og hann væri lamaður. Daginn eftir kemur ljósmóðirin til mín og þá er staðan alveg eins. Hún segir þá að þetta sé ekki eðlilegt og ég man að mér fannst óþægilegt að heyra það. Hún vildi hringja í lækni og fá sérfræðing og þá byrjaði ákveðið ferli.“ Hugsar jákvætt Því næst fer Hanna upp á spítala. „Þá segir læknirinn að þetta sé ekki eðlilegt að mér fannst ennþá óþægilegra að heyra það. Hann sagði að við myndum byrja á því að gefa þessu tvær vikur. Það er mikið framundan hjá mér, heimsmeistaramót og sýningar sem búið er að bóka okkur í. Eftir tvær vikur er staðan bara óbreytt og ég gat ekki staðið sjálf upp og oft búin að detta heima. Ég var farin að hugsa hvort ég myndi aldrei dansa aftur eða hvort ég gæti aldrei hlaupið aftur. Og mun ég alltaf labba svona asnalega og ég varð bara mjög hrædd.“ Hann fór í svokallað taugarit fyrir tveimur vikum. „Þá kom í ljós að það væri skemmd inni í tauginni. Þegar það kom í ljós þá sagði læknirinn að það væri mjög erfitt að segja með batann. Ég gæti verið nákvæmlega eins eftir tvö ár en það er samt eitthvað að lagast, þetta tekur bara svo rosalega langan tíma. Það er samt sem áður bati núna tíu vikum síðar. Ég er farin að geta labbað eðlilega en ég get ekki ennþá dansað. Ég reyni bara að hugsa jákvætt og það er ekkert hægt að lofa hvort fóturinn verði einhver tímann jafn góður,“ segir Hanna Rún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Sjá meira