Fótbolti

Sven-Göran með góða leikmenn en ekki gott lið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sven-Göran Eriksson.
Sven-Göran Eriksson.

Vahid Halihodzic segir að liðsandinn hjá landsliði Fílabeinsstrandarinnar sé ekki nægilega góður. Halihodzic var rekinn sem þjálfari liðsins eftir að það olli vonbrigðum á Afríkumótinu.

Svíinn Sven-Göran Eriksson stýrir Fílabeinsströndinni á HM en Halihodzic segir að hann eigi erfitt verkefni fyrir höndum að búa til almennilega liðsheild fyrir mótið. Þó liðið hafi þekkta leikmenn eins og Didier Drogba, Emmanuel Eboue, Salomon Kalou og bræðurna Kolo og Yaya Toure.

„Liðið er með frábæra leikmenn en þeir hafa ekki náð saman sem frábært lið. Sumir leikmannana vilja ekki spila með hvor öðrum. Ég átti fullt í fangi með að reyna að yfirstíga það vandamál," sagði Halihodzic.

„Ég náði á þremur eða fjórum mánuðum að minnka deilurnar í leikmannahópnum. Nýi þjálfarinn fær aðeins tuttugu daga til að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×