Erlent

Íranir þráast við

Alþjóða kjarnrkumálastofnunin hefur boðist til þess að tryggja Írönum eldsneyti fyrir kjarnorkuver sín, til þess að Íranar þurfi ekki sjálfir að standa í því að auðga sitt eigið úraníum. Tilboðið er lagt fram til þess að reyna að fá Írana ofan af tilraunum sínum til þess að auðga úraníum sem hægt verði að nota í kjarnorkusprengjur. Íranar hafa þráast við og Evrópusambandið leggur nú ofuráherslu á að ná samningum við þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×