Innlent

118 sektaðir fyrir hraðakstur í Hafnarfirði

MYND/Hari

118 ökumenn eiga von á sektum vegna hraðaksturs en brot þeirra voru mynduð í Hafnarfirði í gær.

Hraðamyndavél myndaði brot 70 ökumanna á Suðurbraut við gangbraut við leikskólann Smáralund en þar er 50 km hámarkshraði. Á einni klukkustund fóru 313 ökutæki þessa leið og var ók því fimmtungur of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 64 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók var mældur á 73.

Á Hringbraut við Flensborgarskóla voru brot 48 ökumanna mynduð en þar er 30 kílómetra hámarkshraði. Var það tæplega helmingur þeirra ökumanna sem fóru þessa leið á einni klukkustund. Lögregla greip til eftirlitsins í kjölfar ábendinga frá íbúum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum tveimur stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×