Ólafur Ragnar flutti vitnisburð í Öldungadeildinni 26. september 2007 17:29 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun í boði orkunefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings ítarlegan vitnisburð um nýtingu jarðhita, reynslu Íslendinga og tækifæri á þessu sviði í framtíðarorkubúskap Bandaríkjanna. Að því loknu svaraði hann spurningum Öldungadeildarþingmanna. Forsetinn lagði fram ítarlega skriflega greinargerð sem unnin var í samstarfi við fjölda íslenskra sérfræðinga og stofnana og var greinilegt að Öldungadeildarþingmennirnir höfðu kynnt sér hana rækilega, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu. Þar segir einnig Þorkell Helgason orkumálastjóri hafi mætt ásamt forsetanum á fund nefndarinnar en hann mun hafa átt ríkan þátt í undirbúningi þeirrar skriflegu greinargerðar sem lögð var fram og var til taks varðandi tæknilegar upplýsingar. „Í máli forseta kom fram að Ísland og Bandaríkin gætu eflt mjög samvinnu sína á þessu sviði og slíkt yrði til styrktar bæði háskólum og rannsóknarstofnunum sem og að opna ný viðskiptatækifæri fyrir orkufyrirtæki og fjárfesta í báðum löndunum," segir í tilkynningunni. Þá er sagt að forsetinn hafi nefnt sérstaklega sjö svið þar sem slík samvinna í vísindum, tækni og viðskiptum gæti skilað miklum árangri á næstu árum. „Við lok samræðnanna minnti forseti á að þegar Bandaríkjamenn stefndu til tunglsins hefðu þeir sent geimfarana í þjálfun á Íslandi og það væri vel við hæfi að nefndarmenn myndu heimsækja Ísland og kynna sér enn frekar árangur landsins þegar nú væri lagt upp í mikilvæga vegferð sem hefði að markmiði að gjörbreyta orkubúskap Bandaríkjanna, efla nýtingu hreinnar orku og um leið styrkja þjóðaröryggi og efnahagslíf Bandaríkjanna." Hin skriflega greinargerð og málflutningur forseta verða hluti af þeim gagnabanka sem nefndin og þingið munu nýta sér á næstu vikum og mánuðum við nánari stefnumótun og ákvarðanir. Tilkynninguna í heild sinni og erindi forseta má lesa á heimasíðu forsetaembættisins. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun í boði orkunefndar Öldungadeildar Bandaríkjaþings ítarlegan vitnisburð um nýtingu jarðhita, reynslu Íslendinga og tækifæri á þessu sviði í framtíðarorkubúskap Bandaríkjanna. Að því loknu svaraði hann spurningum Öldungadeildarþingmanna. Forsetinn lagði fram ítarlega skriflega greinargerð sem unnin var í samstarfi við fjölda íslenskra sérfræðinga og stofnana og var greinilegt að Öldungadeildarþingmennirnir höfðu kynnt sér hana rækilega, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu. Þar segir einnig Þorkell Helgason orkumálastjóri hafi mætt ásamt forsetanum á fund nefndarinnar en hann mun hafa átt ríkan þátt í undirbúningi þeirrar skriflegu greinargerðar sem lögð var fram og var til taks varðandi tæknilegar upplýsingar. „Í máli forseta kom fram að Ísland og Bandaríkin gætu eflt mjög samvinnu sína á þessu sviði og slíkt yrði til styrktar bæði háskólum og rannsóknarstofnunum sem og að opna ný viðskiptatækifæri fyrir orkufyrirtæki og fjárfesta í báðum löndunum," segir í tilkynningunni. Þá er sagt að forsetinn hafi nefnt sérstaklega sjö svið þar sem slík samvinna í vísindum, tækni og viðskiptum gæti skilað miklum árangri á næstu árum. „Við lok samræðnanna minnti forseti á að þegar Bandaríkjamenn stefndu til tunglsins hefðu þeir sent geimfarana í þjálfun á Íslandi og það væri vel við hæfi að nefndarmenn myndu heimsækja Ísland og kynna sér enn frekar árangur landsins þegar nú væri lagt upp í mikilvæga vegferð sem hefði að markmiði að gjörbreyta orkubúskap Bandaríkjanna, efla nýtingu hreinnar orku og um leið styrkja þjóðaröryggi og efnahagslíf Bandaríkjanna." Hin skriflega greinargerð og málflutningur forseta verða hluti af þeim gagnabanka sem nefndin og þingið munu nýta sér á næstu vikum og mánuðum við nánari stefnumótun og ákvarðanir. Tilkynninguna í heild sinni og erindi forseta má lesa á heimasíðu forsetaembættisins.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði