Lífið

Þorgrímur með tvær á toppnum

Þorgrímur hefur áður haft tvær bækur á topp tíu; það var árið 1992 þegar bækurnar Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu augun voru mest lesnar.Fréttablaðið/anton
Þorgrímur hefur áður haft tvær bækur á topp tíu; það var árið 1992 þegar bækurnar Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu augun voru mest lesnar.Fréttablaðið/anton
Lífið leikur við barnabókahöfundinn Þorgrím Þráins­son um þessar mundir. Tvær bóka hans eru á lista yfir mest seldu bækur landsins.

„Ég þakka þetta tryggum lesendahópi. Krakkar eru engir asnar og þeir væru fyrir löngu búnir að sparka mér út í hafsauga ef þeim líkaði ekki við bækurnar mínar,“ segir barnabókahöfundurinn Þorgrímur Þráinsson.

Nú þegar allt snýst um að vera í efstu sætum vinsældalistanna getur aðeins einn höfundur stært sig af því að eiga tvær bækur á topp tíu listanum sem Félag bóksala gefur út. Og það er Þorgrímur Þráinsson. Þokan situr í áttunda sæti og Ertu Guð, afi? er í tíunda sæti.

Þorgrímur er hins vegar öllu vanur og rifjar upp hið ágæta ár 1992. „Þá átti ég bók í efsta sæti og bók í öðru sæti,“ bendir Þorgrímur á en það voru Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu augun. „Ég átti einu sinni söluhæstu bækurnar en síðan eru liðin mörg ár og ég hef nánast skrifað bók á ári. Ég lít upp til rithöfundar eins og Arnaldar [Indriðasonar] sem skrifar bara vinsælustu bókina á hverju ári og lætur sig síðan hverfa. Við smælingjarnir þurfum alltaf að láta í okkur heyrast. Arnaldur lifir þessu lífi sem mig langar í,“ segir Þorgrímur og hlær. Hann segist þó ekki ætla að reyna sig við glæpa­sögurnar sem seljast eins og heitar lummur um hver jól.„Ég treysti á þær sem hugmyndir sem ég fæ og er trúr þeim. Ég ætla ekki að fara að klæða mig í stuttbuxur sem ég passa ekkert í.“

freyrgigja@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.