Þorgrímur með tvær á toppnum 10. desember 2010 06:00 Þorgrímur hefur áður haft tvær bækur á topp tíu; það var árið 1992 þegar bækurnar Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu augun voru mest lesnar.Fréttablaðið/anton Lífið leikur við barnabókahöfundinn Þorgrím Þráinsson um þessar mundir. Tvær bóka hans eru á lista yfir mest seldu bækur landsins. „Ég þakka þetta tryggum lesendahópi. Krakkar eru engir asnar og þeir væru fyrir löngu búnir að sparka mér út í hafsauga ef þeim líkaði ekki við bækurnar mínar,“ segir barnabókahöfundurinn Þorgrímur Þráinsson. Nú þegar allt snýst um að vera í efstu sætum vinsældalistanna getur aðeins einn höfundur stært sig af því að eiga tvær bækur á topp tíu listanum sem Félag bóksala gefur út. Og það er Þorgrímur Þráinsson. Þokan situr í áttunda sæti og Ertu Guð, afi? er í tíunda sæti. Þorgrímur er hins vegar öllu vanur og rifjar upp hið ágæta ár 1992. „Þá átti ég bók í efsta sæti og bók í öðru sæti,“ bendir Þorgrímur á en það voru Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu augun. „Ég átti einu sinni söluhæstu bækurnar en síðan eru liðin mörg ár og ég hef nánast skrifað bók á ári. Ég lít upp til rithöfundar eins og Arnaldar [Indriðasonar] sem skrifar bara vinsælustu bókina á hverju ári og lætur sig síðan hverfa. Við smælingjarnir þurfum alltaf að láta í okkur heyrast. Arnaldur lifir þessu lífi sem mig langar í,“ segir Þorgrímur og hlær. Hann segist þó ekki ætla að reyna sig við glæpasögurnar sem seljast eins og heitar lummur um hver jól.„Ég treysti á þær sem hugmyndir sem ég fæ og er trúr þeim. Ég ætla ekki að fara að klæða mig í stuttbuxur sem ég passa ekkert í.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Lífið leikur við barnabókahöfundinn Þorgrím Þráinsson um þessar mundir. Tvær bóka hans eru á lista yfir mest seldu bækur landsins. „Ég þakka þetta tryggum lesendahópi. Krakkar eru engir asnar og þeir væru fyrir löngu búnir að sparka mér út í hafsauga ef þeim líkaði ekki við bækurnar mínar,“ segir barnabókahöfundurinn Þorgrímur Þráinsson. Nú þegar allt snýst um að vera í efstu sætum vinsældalistanna getur aðeins einn höfundur stært sig af því að eiga tvær bækur á topp tíu listanum sem Félag bóksala gefur út. Og það er Þorgrímur Þráinsson. Þokan situr í áttunda sæti og Ertu Guð, afi? er í tíunda sæti. Þorgrímur er hins vegar öllu vanur og rifjar upp hið ágæta ár 1992. „Þá átti ég bók í efsta sæti og bók í öðru sæti,“ bendir Þorgrímur á en það voru Lalli Ljósastaur og Bakvið bláu augun. „Ég átti einu sinni söluhæstu bækurnar en síðan eru liðin mörg ár og ég hef nánast skrifað bók á ári. Ég lít upp til rithöfundar eins og Arnaldar [Indriðasonar] sem skrifar bara vinsælustu bókina á hverju ári og lætur sig síðan hverfa. Við smælingjarnir þurfum alltaf að láta í okkur heyrast. Arnaldur lifir þessu lífi sem mig langar í,“ segir Þorgrímur og hlær. Hann segist þó ekki ætla að reyna sig við glæpasögurnar sem seljast eins og heitar lummur um hver jól.„Ég treysti á þær sem hugmyndir sem ég fæ og er trúr þeim. Ég ætla ekki að fara að klæða mig í stuttbuxur sem ég passa ekkert í.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira