Lífið

Vill verða þekktari en Lady Gaga

Willow Smith á sér háleit markmið fyrir framtíðina, þrátt fyrir ungan aldur.
Willow Smith á sér háleit markmið fyrir framtíðina, þrátt fyrir ungan aldur.
Söngkonan unga Willow Smith vonast til að hún verði einhvern tímann jafn fræg og Lady Gaga. „Mig langar að verða mjög þekktur listamaður. Jafn þekktur listamaður og Lady Gaga, og jafnvel þekktari en hún," sagði Willow nýverið við breska tónlistartímaritið NME. Willow, sem er dóttir söngvarans Will Smith og leikkonunnar Jödu Pinkett-Smith, er nú þegar orðið stórt nafn í Hollywood. Hún á þó langt í land með að verða jafn stórt nafn og sjálf Lady Gaga, en Willow er aðeins tíu ára gömul og getur því unnið að þessu markmiði sínu í þó nokkuð mörg ár til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.