Leikkonan Liv Tyler segir í viðtali við tímaritið People að hún hafi ekki gaman af því að fara á stefnumót. Leikkonan hefur verið á lausu frá því hún skildi við eiginmann sinn árið 2008.
„Ég hef í raun aldrei farið á stefnumót áður. Ég er ekki vel að mér í þeim efnum,“ sagði leikkonan, sem nýtur þess í stað að eyða tíma með sex ára gömlum syni sínum.
Tyler segist engu minna spennt fyrir jólunum en sonur hennar. „Ég er svolítið kjánaleg. Ég vakna ennþá klukkan sex að morgni jóladags og hleyp að jólatrénu. Alveg eins og barn.“
Hlakkar til jólanna
