Leikkonan Salma Hayek viðurkennir í viðtali við tímaritið V Magazine Spain að hún hafi verið ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjunum fyrst þegar hún kom til landsins.
„Ég var ólögleg í landinu fyrst um sinn. Þetta varði aðeins í stuttan tíma, en ég var ólögleg þrátt fyrir það.“ Leikkonan hefur náð langt síðan þá og leikið í mörgum vinsælum kvikmyndum og framleitt hina vinsælu sjónvarpsþætti Ugly Betty. Hún segir lífið í Hollywood þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum.
„Ég upplifði gríðarlega kynþáttafordóma fyrst þegar ég kom til Hollywood. Bandarískir leikstjórar og framleiðendur virtust ekki geta ímyndað sér að leikkona frá Mexíkó gæti borið aðalhlutverk kvikmyndar.“

