Lífið

Frú Brand

Herra og frú Katy Perry hyggst taka upp eftirnafn eiginmanns síns, gamanleikarans Russell Brand. 
Nordicphotos/getty
Herra og frú Katy Perry hyggst taka upp eftirnafn eiginmanns síns, gamanleikarans Russell Brand. Nordicphotos/getty
Bandaríska söngkonan Katy Perry hyggst breyta nafni sínu og taka upp eftirnafn eiginmanns síns, grínistans Russells Brand. Perry og Brand hafa verið gift í tvo mánuði og í viðtalsþætti Ellen DeGeneres viðurkenndi Perry að hún ætlaði sér að taka upp eftirnafn eiginmannsins og verða frú Brand.

„Ég er orðin vön nafninu því ljósmyndarar kalla mig frú Brand þegar ég sæki viðburði. Þeir byrjuðu á þessu þegar þeir vildu vekja athygli á sér og það virkaði í hvert sinn,“ sagði Perry. Hún segir hjónalífið vera ljúft og þakkar góðu skopskyni eiginmannsins fyrir. „Góður húmor er mjög mikilvægur á okkar heimili. Við hlæjum saman og slöppum þannig af eftir erfiðan dag.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.