Lífið

Glæsileg á tískuhátíð

Bianca Jagger var klædd í áberandi fallegan grænan kjól og sést hér ásamt Phoebe Philo, yfirhönnði Celine.
Bianca Jagger var klædd í áberandi fallegan grænan kjól og sést hér ásamt Phoebe Philo, yfirhönnði Celine.
Það er óhætt að fullyrða að klæðnaður gesta á Bresku tískuverðlaununum hafi verið útpældur en verðlaunin fóru fram fyrr í vikunni. Bretland er löngum þekkt fyrir að vera framarlega á tískusviðinu og hefur getið af sér fjölmarga góða fatahönnuði. Fyrrverandi poppstjarnan og nú fatahönnuðurinn Victoria Beckham stal senunni þegar hún heiðraði samkomuna með nærveru sinni.

Hún var tilnefnd fyrir fatamerki ársins en þurfti að lúta í lægri hlut fyrir Mulberry-tískuhúsinu sem bar sigur úr býtum þetta árið. Einnig var Lara Stone valin fyrirsæta ársins, Alexander McQueen fékk sérstök heiðursverðlaun og Alexa Chung fékk verðlaun fyrir einstaklega flottan fatastíl.
Hönnuðurinn Giles Deacon og stílistinn Katie Grand voru útpæld í klæðaburði þegar þau gengu rauða dregilinn. Nordicphotos/getty
Fatahönnuðurinn Roksanda Ilincic í hvítum kjól með blómabelti.


Fyrirsætan Claudia Schiffer var glæsileg í stuttum litríkum kjól við svartar sokkabuxur.
Lara Stone hefur átt góðu gengi að fagna þetta árið og uppskar verðlaun fyrir vikið.
Sjónvarpsstjarnan Alexa Chung var skiljanlega valin best klæddi Bretinn á verðlaunahátíðinni enda daman ávallt smekkleg í tauinu. Nordicphotos/getty
Daisy Lowe var töff í þessum síða svarta kjól.
Victoria Beckham stal senunni í þessum svarta kjól úr sumarlínu fatamerkis síns.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.