Lífið

Rómantísk á Facebook

Ashton Kutcher og Demi Moore nota Twitter og Facebook óspart.
Ashton Kutcher og Demi Moore nota Twitter og Facebook óspart.
Leikarahjónin Ashton Kutcher og Demi Moore eru dugleg við að lýsa ást sinni hvort á öðru á síðunum Twitter og Facebook. Fimm ár eru liðin síðan þau gengu upp að altarinu og ást þeirra hefur aldrei verið sterkari. „Að senda eitthvað sætt á Twitter eða Facebook er gaman," skrifaði hinn 32 ára Kutcher í pistli fyrir tímaritið Harper"s Bazaar sem nefnist: „Hafa textaskilaboð eyðilagt rómantíkina?" „Á ýmsan hátt er það ekkert öðruvísi en að senda blóm á skrifstofuna. Þú ert að lýsa yfir ást þinni fyrir framan alla aðra. Hver vill ekki öðlast slíka aðdáun fyrir opnum tjöldum?" skrifaði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.