Sport

Neil Black látinn: Hjálpaði Mo Farah að vinna fjögur Ólympíugull

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neil Black, lengst til vinstri, ásamt Mo Farah.
Neil Black, lengst til vinstri, ásamt Mo Farah. vísir/getty

Neil Black, fyrrum starfsmaður breska frjálsíþróttasambandsins Bretlandi, er látinn. Þetta staðfesti fjölskylda hans með yfirlýsingu í morgun en Black var sextugur er hann lést.

Fjölskylda hans greindi frá þessu í yfirlýsingu sinni í morgun en talið er að hann hafi látist á heimili sínu nærri Loghborough í Leicester-héraði á Englandi.

„Við viljum þakka öllum fyrir frábærar og hjartnæmar kveðjur sem við höfum fengið. Það hafa svo margir haft samband við okkur og það er klárt að Neil var elskaður sem lætur okkur líða betur á þessum tímum,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar.

Þessar hörmulegu fréttir koma sex mánuðum eftir að Black yfirgaf breska frjálsíþróttasambandsins þar sem hann starfaði sem yfirmaður frammistöðu (e. director of performance).

„Eftir að hafa hætt að vinna hjá frjálsíþróttasambandinu í október 2019 hefur hann haldið áfram að vinna með bæði iðkendum og þjálfurum. Neil verður sárt saknað af þeim sem störfuðu með honum og þekktu hann. Hugur okkar er með fjölskyldu hans og vinum á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá frjálsíþróttasambandi Bretlands.

Black vann meðal annars með Mo Farah og flæktist þar af leiðandi inn í Alberto Salazar skandalinn en Alberto var dæmdur í fjögurra ára bann frá íþróttum seint á síðasta ári vegna misnotkun á lyfjum. Hann er talinn hafa unnið með innkirtlafræðingnum, Jeffrey Brown, til þess að auðvelda íþróttafólki að misnota lyf.

Black vann með hinum magnaða Mo Farah frá 2011 til 2017 en á þeim tíma vann hann meðal annars fjórum sinnum Ólympíugull.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.