Með heiminn í eyrunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2016 11:15 Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““ Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““
Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira