Með heiminn í eyrunum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2016 11:15 Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““ Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira
Hlaðvarpið (e. Podcast) er einn vinsælasti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Fréttablaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra.Halldór Marteinsson - FílalagFyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sérstaka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita af titli hlaðvarpsins í Google. Því má svo hlaða niður þaðan eða streyma þeim beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Fílalag Tónlistar hlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónarhorninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson aðdáandi hlaðvarpsins.Berglind PétursdóttirEnglaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríksdóttir fara yfir allt það helsta í slúður-og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, afhverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internetsérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunnáttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir kynningarstjóri RIFF og hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitnilegt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu atburðum. Vera er frábær og með ótrúlega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í uppvaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig ef það er drasl heima hjá mér þá er að Veru að kenna.“Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snærós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalagið er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks““
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Sjá meira