Telja líklegt að fuglaflensa berist hingað til lands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 11:56 Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Matvælastofnun telur töluverðar líkur á að fuglaflensuveiran berist hingað til lands með farfuglum. Alvarlegt afbrigði fuglaflensu hefur greinst víða um Evrópu en það hefur verið að breiðast hratt út um þessar mundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar kemur fram að ekki sé vitað til þess að fólk hafi veikst af völdum þess afbrigðis sem mest hætta er á að berist til landsins nú. Þar segir jafnframt að veiran sé af gerðinni H5N8 sem hafi greinst í villtum fuglum og alifuglum, meðal annars á þeim slóðum sem íslenskir farfuglar halda sig á að vetri til. Starfshópur, sem skipar sérfræðinga MAST, Háskóla Íslands, tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, álítur að töluverðar líkur séu á að þetta alvarlega afbrigði fuglaflensuveirunnar berist með farfuglum, sem senn fara að streyma til landsins. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu hefur verið hækkað á stig tvö af þremur mögulegum. Stig eitt er alltaf í gildi en viðbúnaður er hækkaður á stig tvö þegar aukin hætta er á að alvarlegt afbrigði fuglaflensuveiru berist til landsins. Ef fuglaflensa greinist í alifuglum hér á landi fer viðbúnaður á stig þrjú.Hvetja fólk til að tilkynna um fund á dauðum fuglum MAST hvetur fólk í tilkynningu sinni að tilkynna um fund á dauðum fuglum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar, en starfshópurinn vinnur nú að undirbúningi fyrir sýnatökur og rannsóknir á villtum fuglum. Tekin verða sýni úr fuglum á ákveðnum stöðum á landinu, meðal annars í tengslum við aðrar rannsóknir sem í gangi eru en jafnframt úr fuglum sem finnast dauðir og orsök dauða er ekki augljós. „Ef smit er svo einhverju nemur í villtum fuglum er hætta á að það berist í fugla sem haldnir eru utandyra. En draga má úr smithættu, t.d. með því að hafa fuglana í girðingum undir þaki, en minnst hætta er að sjálfsögðu á smiti ef fuglarnir eru hafðir innandyra og góðar smitvarnir viðhafðar við umgengni um fuglahúsin, sér í lagi fóður og vatn,“ segir í tilkynningunni. Stofnunin mun á næstunni, að öllu óbreyttu, leggja til við ráðherra að fyrirskipaðar verði auknar smitvarnir og fleiri varúðarráðstafanir, samanber viðbúnaðarstig tvö, og eru fuglaeigendur hvattir til að huga að ráðstöfunum hvað þetta varðar. Þessi faraldur er nokkuð frábrugðinn þeim sem geisaði í Evrópu á árunum 2006-2008 að því leyti að nú er veiran útbreiddari í villtum fuglum og þeir virðast vera helsta smitleið í alifugla.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira