Sport

Sportið í dag: Jón Rúnar, Jóhann Berg og hlaupagarpur fyrir norðan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stýrið í Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stýrið í Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Þáttur dagsins af Sportinu í dag er ekki af verri endanum. Hann hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, mætir í settið og fer yfir stöðuna. 

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson verður á línunni og ræðir framtíðina í fótboltanum. 

Þjálfari körfuboltaliðs Hattar, Viðar Hafsteinsson, verður einnig í viðtali en hans lið er komið upp í Domino's deild karla. 

Þá verður slegið á þráðinn til Haraldar Ingólfssonar sem ætlar að hlaupa yfir 300 kílómetra í næsta mánuði til styrktar kvennaliða Þórs/KA og Hamrana. Þetta og meira til verður í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×