Alf Inge Håland faðir hins magnaða framherja Erling Braut Håland segir að sonurinn hafi ákveðið að velja þýska stórliðið eftir að hann hafi fundið að allt félagið vildi fá hann en ekki bara stjórinn.
Håland hefur verið magnaður á leiktíðinni. Hann sló í gegn hjá Red Bull Salzburg og var svo keyptur til Dortmund í janúar þar sem hann hefur raðað inn mörkunum. Fleiri félög voru á eftir Håland, eins og Man. United, en Håland yngri og Ole Gunnar Solskjær unnu saman hjá Molde.
„Þú heist ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði valið eitthvað annað lið. Þetta gæti líka hafa endað vel ef við hefðum valið eitthvað annað en við fáum aldrei svarið við þeirri spurningu. Við erum mjög ánægðir með félögin sem hann hefur verið hjá,“ sagði sá eldri við TV2 í heimalandinu, Noregi.
„Þú þarft að fara til félags þar sem allt félagið vill fá þig en ekki bara stjórinn. Ég held að það sé það mikilvægasta og einnig hvernig félagið hefur verið síðustu fimm eða tíu ár. Í hvaða átt það er að stefna.“
„Það er hættulegt að skrifa bara undir fyrir stjórann því allt í einu getur hann verið rekinn,“ sagði Alf sem lék lengi vel með Leeds á Englandi.
Alf-Inge Haaland suggests Erling avoided joining Manchester United out of fear that Ole Gunnar Solskjaer would be sacked. [TV2] #MUFC #BVB
— RedReveal (@RedReveal) March 25, 2020