Hefur fulla trú á að Ólympíuleikunum verði frestað innan fárra daga Anton Ingi Leifsson skrifar 23. mars 2020 19:00 Lárus Blöndað fór yfir stöðua í Sportið í dag. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, segir að allt bendi til þess að Ólympíuleikarnir sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verði frestað. Lárus var gestur Sportið í dag þar sem hann, Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir stöðuna. Ólympíuleikarnir voru til umræða en þeir eiga að fara fram í Tókýó í júlí en enn hefur þeim ekki verið frestað. „Ég held að líkurnar á að leikarnir fari fram séu mjög dvínandi. Sú staða hefur verið uppi um nokkurt skeið. Þetta hefur þróast síðasta hálfan mánuðinn með mun agressífari hætti en nokkur gat ímyndað sér,“ sagði Lárus í þættinum í dag. „Staðan er sú að Bandaríkin er í uppaldi þessa faraldrar og Evrópa er í honum miðjum. Það er alveg ljóst að það mun líða langur tími þangað til að íþróttamennirnir á þessum svæðum geta farið að stunda sínar íþróttir af fullum krafti.“ Hann segir að það sé erfitt að halda jafn stórt mót og Ólympíuleikarnir eru þegar keppendurnir fá ekki einu sinni að æfa í margar vikur eða mánuði fyrir mót. „Það er útgöngubann víða. Þú stundar ekki íþróttir ef þú getur ekki farið út úr húsinu. Þetta snýst ekki bara um hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara fram heldur menn þurfa að hafa haft tækifæri til þess að tryggja að þeir nái sem bestum árangri með æfingu og undirbúningi.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um Ólympíuleikana „Við áttum fund með forseta Ólympíusambandsins fyrir nokkrum dögum síðan þar sem fulltrúar allra Evrópuríkjanna tóku þátt. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta mál er í skoðun og menn eru að vinna í þessu frá degi til dags. Ég hef fulla trú á því að þessu verði frestað innan fárra daga.“ Kanada tilkynnti í dag að þau myndu ekki senda sitt íþróttafólk á mótið fari það fram en Lárus segir að það gæti vel verið að Ísland geri slíkt við sama. „Það kann vel að vera að við gerum það. Við ætlum að ræða þessi mál á stjórnarfundi í vikunni, fjarfundi, og ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið fyrir það. Þetta er stór ákvörðun og forsetinn er að nálgast þennan stað mjög hratt,“ sagði Lárus.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Sjá meira