Sport

Kanada sendir ekkert íþróttafólk á Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rosie MacLennan og Penny Oleksiak munu ekki keppa á Ólympíuleikunum í sumar, fari þeir fram.
Rosie MacLennan og Penny Oleksiak munu ekki keppa á Ólympíuleikunum í sumar, fari þeir fram. vísir/getty

Ólympíulið Kanada hefur gefið það út að þeir munu ekki senda fólk á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar fari leikarnir fram. Lið Ástralíu hefur ekki tekið í sama streng en þeir hafa hins vegar kallað eftir því að mótinu verði frestað og búa sitt fólk undir Ólympíuleikana 2021.

IOC sagði í tilkynningu sinni í gær að þeir myndu ákveða á næstu fjórum vikum hvort að leikarnir myndu fara fram en margt íþróttafólk hefur átt erfitt með að æfa vegna veirunnar.

Lið Kanada hefur því tekið málið í sínar henur og segja að það muni ekkert íþróttafólk frá Kanada mæta á leikana á sumar fari þeir fram yfir höfuð. Í yfirlýsingu sinni kalla þeir einnig eftir því að leikunum verði frestað og segja að þetta snúist um meira en íþróttir.

Ástralía gekk ekki jafn langt og Kanada en þeir sendu hins vegar einnig frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir lýsa yfir miklum áhyggjum af mótinu og segir Ian Chestermann, einn starfsmanna sambandsins í Ástralíu, að keppninni ætti að vera frestað hið snarasta.

Hann segir að leikarnir geti ekki farið fram í júlí þar sem mikið stress og óvissa hefur ríkt á meðal keppanda. Leikarnir eiga að fara fram 24. júlí til 9. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×