„Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 07:00 Það er mikið lagt í útsendingar frá stærstu mótum heims í rafíþróttum. VÍSIR/GETTY „Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“ Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
„Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“
Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16
Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00
„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00