Stefnumótaforrit tengir notendur út frá kórónuveirunni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 15:31 Davíð Örn og Ásgeir Vísir settu The One á laggirnar. Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android. Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android.
Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21