Stefnumótaforrit tengir notendur út frá kórónuveirunni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 15:31 Davíð Örn og Ásgeir Vísir settu The One á laggirnar. Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android. Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android.
Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ Sjá meira
Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21