Fótbolti

Andri Fannar allan tímann á bekknum í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Andri Fannar í leik með Bologna.
Andri Fannar í leik með Bologna. vísir/getty

Andri Fannar Baldursson hefur ekki fengið mörg tækifæri með Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur.

Hann var ónotaður varmaður í dag þegar liðið heimsótti Torino.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Simone Verdi heimamönnum í Torino í forystu á 69.mínútu.

Torino aðeins unnið einn leik á tímabilinu og þeim entist forystan aðeins þangað til á 78.mínútu þegar Roberto Soriano jafnaði metin fyrir Bologna.

Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Bologna er með fjórtán stig eftir þrettán leiki sem skilar þeim í tólfta sæti deildarinnar.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.