Steinunn og Guðmundur Ágúst íþróttafólk ársins í Reykjavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 15:16 Íþróttafólk Reykjavíkurborgar árið 2020. Samsett/ÍBR Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram og atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR eru íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Reykjavíkurborg árið 2020. Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sjá meira
Það íþróttafólk sem tilnefnd var sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 fær fjárstyrk frá ÍBR, Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þá fá íþróttalið sem náðu framúrskarandi árangri á árinu styrk frá ÍBR. Það eru þau lið sem urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar. Lista yfir íþróttafólk og íþróttalið má finna hér að neðan. Frá þessu var greint inn á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur. Steinunn Björnsdóttir, íþróttakona Reykjavíkur 2020 „Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar- og línumaður sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndar leikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum. Hún leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu. Við óskum Steinunni Björnsdóttur til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Guðmundur Ágúst, íþróttamaður Reykjavíkur 2020 „Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour (Áskorendamótaröðinni) en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á mótaröðinni. Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum. Við óskum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020,“ segir í tilkynningu Reykjavíkur borgar. Eftirfarandi íþróttafólk var tilnefnt sem Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 og fær því fjárstyrk frá ÍBR: Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, spjótkastari - Ármann Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona - ÍR Elín Metta Jensen, knattspyrnukona - Valur Kristrún Guðnadóttir, gönguskíðakona - Ullur Birkir Már Sævarsson, knattspyrna - Valur Guðni Valur Guðnason, kringlukast - ÍR Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingar - Ármann Snorri Einarsson, skíðaganga – Ullur Eftirfarandi íþróttalið voru tilnefnd sem íþróttalið ársins og fá fjárstyrk frá ÍBR: Handknattleiksdeild Fram Keiludeild ÍR Keilufélag Reykjavíkur Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur Handknattleiksdeild Vals Knattspyrnudeild Vals Körfuknattleiksdeild Vals Borðtennisdeild Víkings Karatefélag Þórshamars
Íslenski handboltinn Golf Reykjavík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sjá meira