Lífið

Stjörnu­stríðs­leikarinn Jeremy Bulloch látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jeremy Bulloch miðar byssu á mann í búningi mannaveiðarans Boba Fett.
Jeremy Bulloch miðar byssu á mann í búningi mannaveiðarans Boba Fett. Getty

Enski leikarinn Jeremy Bulloch, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Boba Fett í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, er látinn 75 ára að aldri.

BBC segir frá því að Bulloch hafi andast á sjúkrahúsi í gær, en hann hafði glímt við Parkinson í mörg ár.

Bulloch fór með hlutverk mannaveiðarans Boba Fett í myndinunum The Empire Strikes Back frá 1980 og Return of the Jedi frá árinu 1983. Persónan hefur svo komið fyrir í Stjörnustríðsþáttum Disney, The Mandalorian.

Meðal annarra hlutverka Bulloch má nefna Smithers í James Bond myndunum Octopussy og For Your Eyes Only. Þá fór hann með hlutverk í BBC-þáttunum Doctor Who á áttunda áratugnum.

Þetta er annar Stjörnustríðleikarinn sem andast á skömmum tíma en ekki er langt síðan greint var frá láti David Prowse sem fór með hlutverk Svarthöfða í fyrstu Stjörnustríðsmyndunum, þó að hann hafi ekki ljáð illmenninu rödd sína.

Bulloch lætur eftir sig eiginkonu, þrjá syni og tíu barnabörn.


Tengdar fréttir

Upprunalegi Svarthöfði er dáinn

David Prowse, líkamsræktarmaðurinn sem lék óþokkann Darth Vader, eða Svarthöfða, í Star Wars, er dáinn. Hann var 85 ára gamall og er sagður hafa dáið eftir skammvinn veikindi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.