Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2020 12:46 Seðlabankastjóri segir þær aðgerðir sem Seðlabankinn hafi gripið til frá því faraldurinn hófst hafa gengið upp og mikið sé til af lausafé í kerfinu. Stöð 2/Sigurjón Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að taumhald peningastefnunnar hafi stutt við eignamarkaði og auðveldað heimilum og fyrirtækjum að takast á við afleiðingar farsóttarinnar og viðhaldið fjármálastöðugleika. Lækkun Seðlabankans á kröfu á framlagi viðskiptabankanna upp á 60 milljarða í sveiflujöfnunarauka og aðgerðir til að auka laust fé í umferð hafi auðveldað fjármálafyrirtækjum að vinna með lántakendum í greiðsluerfiðleikum og samtímis viðhaldið útlánagetu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir markmið aðgerða Seðlabankans hafa verið að örva hagkerfið með athygli á heimilin til að byrja með. Ásgeir Jónsson segir að huga verði vel að nýrri stefnumótun lífeyrissjóðanna sem stærðar sinnar vegna séu ekki eins og hver annar fjárfestir.Stöð 2/Sigurjón „Reyna að tryggja lægri vexti til heimilanna, að einhverju leyti reyna að stabilisera gengi krónunnar og þá kaupmátt í kerfinu, tryggja stöðugleika og reyna að örva einkaneyslu. Til að skapa ákveðið viðnám fyrir kerfið," sagði Ásgeir á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun. Þessi markmið hafi heppnast. Lágvaxtaumhverfi skapaði hins vegar nýjar áskoranir á fjármálamarkaði að mati fjármálastöðugleikanefndar, sérstaklega fyrir lífeyrissjóðina sem væru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði og kerfislega mikilvægir. Ávöxtunarkrafa þeirra upp á 3,5 prósent hafi verið sett í allt öðru vaxtaumhverfi en nú ríki. Bankarnir hafi þurft að fylgja kerfislegum viðmiðum í starfsemi sinni og það ætti einnig að gilda um lífeyrissjóðina. „Þannig að við náum að tryggja stöðugleika í kerfinu að einhverju leyti. Við séum þá ekki með stóra aðila sem eru að taka ákvarðanir sem eru kannski á skjön við almennan stöðugleika. Með þessu er ég ekki að segja að lífeyrissjóðirnir séu endilega að því. Það er bara mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir, sérstaklega þeir sem eru með hundruði milljarða eignasafn og skylduáskrift frá landsmönnum, (taki tillit til) að þeir eru ekki eins og venjulegir fjárfestar," sagði Ásgeir Jónsson. Mikilvægt væri að við stefnumótun lífeyrissjóðakerfisins sem nú standi fyrir dyrum verði tekið mið af áhrifum þeirra á fjármálastöðugleika.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28 Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. 16. desember 2020 10:28
Bein útsending: Kynning fjármálastöðugleikanefndar Vefútsending í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun hefst klukkan 10:00. 16. desember 2020 09:31