Bíó og sjónvarp

Fri­ends teknir af Net­flix um ára­mót

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gamanþættirnir Friends eru meðal vinsælustu gamanþátt í heimi.
Gamanþættirnir Friends eru meðal vinsælustu gamanþátt í heimi. Facebook/Netflix

Vinsælu gamanþættirnir Friends verða fjarlægðir af Netflix á Íslandi og í Finnlandi þann 31. desember næstkomandi. Þetta tilkynnti Netflix á Facebook í dag.

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda frá því að þeir hófu fyrst göngu sína árið 1994. Þættirnir hafa verið aðgengilegir Íslendingum á Netflix frá árinu 2016 en nú fer hver að verða síðastur að horfa á þessa vinsælu þætti.

Íslendingar hafa nú sextán daga til stefnu til þess að horfa á þættina á Netflix.

Netflix skrifar í Facebook-tilkynningu: „Við vitum hvað við ætlum að gera næstu 16 dagana.“

Þættirnir eru í eigu Warner Bros. sem á sína eigin streymisveitu, HBO Max. Streymisveitan er enn ekki aðgengileg á Íslandi og verða Friends-aðdáendur því að bíða frekari fregna frá Warner Bros. í von um að þættirnir verði aðgengilegir hér á landi á ný. 


Tengdar fréttir

Tíu vandræðalegustu atvikin í lífi Chandlers

Gamanþættirnir Friends hafa í mörg ár verið þeir allra vinsælustu í heiminum. Þættirnir voru framleiddir á árunum 1994-2004 en njóta enn gríðarlegra vinsælda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.