Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 21:59 Stuðningsmenn pólskra kvenna mótmæla lagabreytingunni fyrir utan hús Evrópuþingsins í Brussel. epa/Olivier Hoslet Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps. Þetta þýðir að konur geta ekki gengist undir þungunarrof jafnvel þegar um alvarlega fósturgalla er að ræða. Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs. „Við munu leitast við að tryggja að jafnvel þegar um er að ræða afar erfiðar þunganir; þegar barnið mun ótvírætt deyja, mikið afmyndað.. að þeim ljúki með fæðingu til að hægt sé að skíra barnið, greftra það og gefa því nafn,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður Laga og reglu árið 2016. 250 ferðast út fyrir landsteinana til að sækja þjónustuna Vegna mikillar andstöðu hefur niðurstaða dómstólsins hins vegar ekki enn verið lögfest en áhrifanna er þegar farið gæta meðal pólskra kvenna, að sögn Justyna Wydrzynska hjá samtökunum Abortion Dream Team. Hringingum til samtakanna hefur fjölgað úr 20 til 30 á dag í kringum 100, meðal annars frá konum sem eru að bíða eftir niðurstöðum fósturskimana og konum sem eru ekki þungaðar en óttast afleiðingar dómsins. „Þær vilja vita hvaða valkostir eru í stöðunni ef þær verða óléttar og það greinast fósturgallar,“ segir hún. Abortion Dream Team tilheyra hóp samtaka sem hafa stofnað sjóð til að hjálpa pólskum konum að ferðast erlendis til að gangast undir þungunarrof. Sjóðurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur þegar aðstoðað 250 konur sem í flestum tilvikum ferðast til Þýskalands, Hollands eða Bretlands. Niðurstaðan hefur einnig orðið til þess að einstaklingar og samtök í nágrannalöndunum, til dæmis Tékklandi, hafa leitað leiða til að aðstoða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Þungunarrof Pólland Tengdar fréttir Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19 Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52 Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04 „Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Sjá meira
Þetta þýðir að konur geta ekki gengist undir þungunarrof jafnvel þegar um alvarlega fósturgalla er að ræða. Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs. „Við munu leitast við að tryggja að jafnvel þegar um er að ræða afar erfiðar þunganir; þegar barnið mun ótvírætt deyja, mikið afmyndað.. að þeim ljúki með fæðingu til að hægt sé að skíra barnið, greftra það og gefa því nafn,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður Laga og reglu árið 2016. 250 ferðast út fyrir landsteinana til að sækja þjónustuna Vegna mikillar andstöðu hefur niðurstaða dómstólsins hins vegar ekki enn verið lögfest en áhrifanna er þegar farið gæta meðal pólskra kvenna, að sögn Justyna Wydrzynska hjá samtökunum Abortion Dream Team. Hringingum til samtakanna hefur fjölgað úr 20 til 30 á dag í kringum 100, meðal annars frá konum sem eru að bíða eftir niðurstöðum fósturskimana og konum sem eru ekki þungaðar en óttast afleiðingar dómsins. „Þær vilja vita hvaða valkostir eru í stöðunni ef þær verða óléttar og það greinast fósturgallar,“ segir hún. Abortion Dream Team tilheyra hóp samtaka sem hafa stofnað sjóð til að hjálpa pólskum konum að ferðast erlendis til að gangast undir þungunarrof. Sjóðurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur þegar aðstoðað 250 konur sem í flestum tilvikum ferðast til Þýskalands, Hollands eða Bretlands. Niðurstaðan hefur einnig orðið til þess að einstaklingar og samtök í nágrannalöndunum, til dæmis Tékklandi, hafa leitað leiða til að aðstoða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Þungunarrof Pólland Tengdar fréttir Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19 Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52 Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04 „Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Sjá meira
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46
Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19
Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52
Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04
„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41