Sport

Handtekinn fyrir að brjótast inn hjá Tom Brady

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady býr ekki lengur í húsinu því hann er fluttur til Flórída þar sem hann spilað með liði Tampa Bay Buccaneers.
Tom Brady býr ekki lengur í húsinu því hann er fluttur til Flórída þar sem hann spilað með liði Tampa Bay Buccaneers. AP/Brett Duke

Lögreglan í Massachusetts handtók í gær mann sem hafði gert sig heimakominn í stórhýsi í eigi bandarísku NFL-stórstjörnunnar Tom Brady.

Villan hans Tom Brady er í Massachusetts en þar bjó kappinn ásamt fyrirsætunni Gisele Bundchen og börnum þeirra á meðan hann spilaði fyrir New England Patriots.

Brady skipti New England Patriots út fyrir Tampa Bay Buccaneers á Flórída síðasta sumar og hefur ekki búið í húsinu síðan.

Lögreglan kom að manninum eldsnemma um morguninn þar sem hann hafði komið sér fyrir í sófa í kjallaranum. Enginn var heima.

Maðurinn hafði ræst öryggiskerfið og öryggisgæslufyrirtækið hafði líka séð hann á myndavélum sínum.

Umræddur maður var sagður vera 34 ára gamall og heimilislaus.

Húsið er 1125 fermetrar að stærð og stendur á tveggja hektara lóð. Brady er með það á sölu og kaupverðið er ekki opinbert.

Síðast var sett upp 34 milljónir dollara fyrir húsið eða um 4,3 milljarða íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×