Kvikmyndir Warner Bros. frumsýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum samtímis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 19:51 Wonder Woman 1984 verður frumsýnd á HBO Max og í kvikmyndahúsum vestanhafs á jóladag. Getty/Alexandre Schneider Allar 17 kvikmyndirnar sem kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að frumsýna á næsta ári verða frumsýndar samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitunni HBO Max. Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði. Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Meðal myndanna sem stendur til að frumsýna á næsta ári eru Suicide Squad 2, Godzilla vs. Kong, Dune og The Matrix 4. Í tilkynningu frá framleiðslufyrirtækinu kemur fram að stór ástæða þess að kvikmyndirnar verði ekki aðeins sýndar í kvikmyndahúsum til að byrja með, eins og venjan er, sé kórónuveirufaraldurinn. Þó að bóluefni verði tilbúið og komið í mikla dreifingu telur fyrirtækið að fólk muni ekki fara að sækja kvikmyndahús í Bandaríkjunum fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Aðrir kvikmyndaframleiðendur hafa haldið í vonina að fólk verði farið að sækja kvikmyndahús mun fyrr en Warner Bros. telur að kvikmyndahús muni starfa takmarkað á fyrstu mánuðum ársins. Úr kvikmyndinni Dune sem frumsýnd verður á næsta ári. vísir Til stendur að þessi aðferð við frumsýningu kvikmynda frá fyrirtækinu verði aðeins í gildi árið 2021 en í frétt New York Times er bent á að ólíklet sé að það verði möguleiki fyrir fyrirtækið að fara aftur í sama farveg og það var í fyrir faraldurinn. Almenningur verði orðinn vanur því, og muni líklega búast við því, að kvikmyndir verði frumsýndar á streymisveitum samtímis og í kvikmyndahúsum. Því sé ólíklegt að kvikmyndaframleiðendur láti myndir einungis vera í sýningu í kvikmyndahúsum í einn og hálfan mánuð líkt og tíðkast hefur hingað til. Áhorfendur munu þó ekki þurfa að bíða eftir því að myndir fyrirtækisins verði frumsýndar á sama tíma í kvikmyndahúsum og á streymisveitum þar til eftir áramót. Til stendur að kvikmyndin Wonder Woman 1984 verði frumsýnd í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á jóladag. Kvikmyndirnar 17 frá Warner Bros., sem frumsýndar verða á næsta ári, munu þó fara í hefðbundna frumsýningu í kvikmyndahúsum eingöngu í löndum þar sem HBO Max er ekki í boði.
Hollywood Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. 13. október 2020 09:34