Viðskipti erlent

Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur

Samúel Karl Ólason skrifar
Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur.
Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. AP/Steven Senne

Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur.

Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður.

Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters.

Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp.

Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar.

Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney

Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni.

Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins.

Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.