Disney leggur meiri áherslu á streymisveitur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 09:34 Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. AP/Steven Senne Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár. Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forsvarsmenn Walt Disney tilkynntu í gær að fyrirtækið myndi leikja meiri áherslu á Disney+ og aðrar streymisveitur í framtíðinni. Breytingar verði gerðar á rekstri fyrirtækisins með breyttar áherslur í huga. Bob Chapek, framkvæmdastjóri, tilkynnti breytingarnar í gær og sagði að Disney myndi verja meiri peningum í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitur. Chapek sagði að breytingin væri í raun ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Heldur hefði veiran hraðað þróun sem hefði þegar verið til staðar. Mun fleiri litu nú til streymisveita en áður. Disney+ var opnað í nóvember í fyrra og hefur Disney farið fram úr eigin væntingum og fengið fleiri en hundrað milljónir áskrifenda að þeirri veitu, Hulu og ESPN+, samkvæmt frétt Reuters. Netflix hefur á þrettán árum byggt upp 193 milljóna áskrifendahóp. We re putting the consumer first, Disney CEO Bob Chapek said yesterday about the acceleration of its direct-to-consumer strategy. We re trying to, as they say, skate to where the puck is going to be. https://t.co/Pe3FZl6hMz pic.twitter.com/4HpWmd9Dg2— CNBC (@CNBC) October 13, 2020 Bob Chapek tók við stöðu framkvæmdastjóra af Bob Iger í febrúar. Sjá einnig: Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Fjárfestirinn Daniel Loeb, sem er í forsvari fyrir einn af stærstu hluthöfum Disney, hvatti forsvarsmenn Disney nýverið til að hætta við arðgreiðslur til hluthafa á þessu ári og verja peningunum þess í stað til aukinnar framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir streymisveitunar. Stjórn Disney mun taka ákvörðun um það á næstunni. Chapek segir að breytingarnar muni leiða til uppsagna en það verði ekki sambærilegt við þær hópuppsagnir sem farið var í um mánaðamótin þegar 28 þúsund manns var sagt upp. Flestir þeirra unnu hjá skemmtigörðum fyrirtækisins, sem hafa að mestu verið lokaðir vegna faraldursins. Disney tapaði tæplega fimm milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Var það í fyrsta ársfjórðungstap fyrirtækisins í tæp tuttugu ár.
Disney Bíó og sjónvarp Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Innkalla eitrað te Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira